Kæti Frakkinn Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid gegn Barcelona í gærkvöld og fagnar hér ásamt Koke, samherja sínum.
Kæti Frakkinn Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid gegn Barcelona í gærkvöld og fagnar hér ásamt Koke, samherja sínum. — AFP
Vandræði Barcelona á vormánuðum héldu áfram í gærkvöld þegar Atlético Madrid sló Evrópumeistarana út í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Vandræði Barcelona á vormánuðum héldu áfram í gærkvöld þegar Atlético Madrid sló Evrópumeistarana út í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Forskot Börsunga úr fyrri leiknum á Camp Nou, 2:1, var ekki nóg því Atlético vann seinni leikinn í Madríd, 2:0. Þriðja tap Barcelona í fjórum síðustu leikjum sínum.

Antoine Griezmann skoraði bæði mörkin, það fyrra seint í fyrri hálfleik og það síðara úr vítaspyrnu eftir skyndisókn á 88. mínútu. Barcelona gat fengið vítaspyrnu í uppbótartíma en í staðinn var dæmd aukaspyrna á vítateig sem ekki nýttist.

Bayern München tryggði sér sæti í undanúrslitunum á nokkuð sannfærandi hátt með því að gera jafntefli, 2:2, gegn Benfica í Lissabon.

Bayern vann fyrri leikinn í München 1:0 en Benfica jafnaði það út á 27. mínútu þegar Raúl Jimenez skoraði. En eftir að Arturo Vidal jafnaði fyrir Bayern með þrumuskoti ellefu mínútum síðar voru þýsku meistararnir í kjörstöðu. Benfica þurfti tvö mörk til að fara áfram en í staðinn skoraði Thomas Müller snemma í seinni hálfleiknum. Anderson Talicsa jafnaði fyrir Benfica með fallegri aukaspyrnu en það var ekki nærri því nóg.

*Auk Atlético og Bayern verða Manchester City og Real Madrid í skálinni þegar dregið verður til undanúrslitanna á morgun. Þau fara fram frá 26. apríl til 4. maí.