Ugluspegill Söguhetja og prakkari úr þýskri arfsögn frá miðöldum.
Ugluspegill Söguhetja og prakkari úr þýskri arfsögn frá miðöldum.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegil. Þórleifur Ásgeirsson óskaði eftir heimild nefndarinnar fyrir nafninu og í samtali við Víkurfréttir sagði hann nafnið vera uppnefni sem hann hafi fengið í skóla og notað allar götur síðan.

Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegil. Þórleifur Ásgeirsson óskaði eftir heimild nefndarinnar fyrir nafninu og

í samtali við Víkurfréttir sagði hann nafnið vera uppnefni sem hann hafi fengið í skóla og notað allar götur síðan.

Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Ugluspegill brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og dæmi séu um að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn. Vísað er til vísindavefs Háskóla Íslands þar sem segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum en hann hafi verið hrekkjalómur og prakkari. Taldi nefndin merkingu nafnsins ekki almennt þekkta og ekki mjög neikvæða eða niðrandi.

„Fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama er ekki nóg til þess að hafna því. Eiginnafnið Ugluspegill verður því látið njóta vafans,“ segir í úrskurðinum. laufey@mbl.is