Halldór Stefán Haraldsson
Halldór Stefán Haraldsson
„Hér er á ferðinni spennandi tækifæri til þess að þróast áfram sem þjálfari með því að takast á við eitthvað nýtt í öðru umhverfi,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis í handknattleik.

„Hér er á ferðinni spennandi tækifæri til þess að þróast áfram sem þjálfari með því að takast á við eitthvað nýtt í öðru umhverfi,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis í handknattleik. Hann hefur samið við norska félagið Volda um að þjálfa kvennalið félagsins í handknattleik næstu tvö árin. Halldór Stefán flytur til Noregs í sumar með fjölskyldu sinni.

Volda leikur í B-deildinni um þessar mundir en fátt getur komið í veg fyrir fall úr deildinni eftir eins árs dvöl í B-deildinni. Halldór Stefán segir engan bilbug vera að finna á forráðamönnum Volda þrátt fyrir fallið. „Efniviðurinn er fyrir hendi auk þess sem vilji er til þess að styrkja liðið fyrir átökin og endurheimta sæti í B-deildinni sem fyrst aftur,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson. iben@mbl.is