Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur erindi um tilraunaveiðar og rannsóknir á hörpudiski í Breiðafirði á málstofu Hafrannsóknastofnunar í dag kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.
Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur erindi um tilraunaveiðar og rannsóknir á hörpudiski í Breiðafirði á málstofu Hafrannsóknastofnunar í dag kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Veiðum á hörpudiski í Breiðafirði var hætt fyrir um áratug vegna hruns stofnsins. Tilraunaveiðar, í samstarfi við aflahlutdeildarhafa, hófust 2014. Um langtímaverkefni er að ræða og markmiðið er að fá betri upplýsingar um afrakstursgetu svæðanna.