• Kristján Tryggvi Jóhannsson var fremsti langhlaupari landsins á sjötta áratug síðustu aldar. Hann keppti á ÓL í Helsinki 1952 og bætti Íslandsmetið í 10 km hlaupi um liðlega mínútu. • Kristján fæddist 1929 og keppti alla tíð fyrir ÍR.

Kristján Tryggvi Jóhannsson var fremsti langhlaupari landsins á sjötta áratug síðustu aldar. Hann keppti á ÓL í Helsinki 1952 og bætti Íslandsmetið í 10 km hlaupi um liðlega mínútu.

• Kristján fæddist 1929 og keppti alla tíð fyrir ÍR. Árið 1952 bætti hann 30 ára Íslandsmet Jóns Kaldal í 5 km hlaupi. Hann hafði áður bætt met Jóns í 10 km hlaupi. Íslandsmet sem Kristján setti í 10 km hlaupi 1957 stóð í 19 ár. Alls setti Kristján 16 Íslandsmet í vegalengdunum 2.000 m til 10 km að báðum meðtöldum. Einnig í 3.000 m hindrunarhlaupi. Kristján lést 2013.