H&M Verslanirnar eru vinsælar hjá Íslendingum sem ferðast til útlanda.
H&M Verslanirnar eru vinsælar hjá Íslendingum sem ferðast til útlanda.
Tískurisinn H&M hefur engin staðfest áform um opnun verslana á Íslandi, að sögn upplýsingafulltrúa H&M. Fyrirtækið gefur ekki upplýsingar um mál sem ennþá gætu verið á viðræðustigi en sem stendur eru engin staðfest áform um opnun á Íslandi.

Tískurisinn H&M hefur engin staðfest áform um opnun verslana á Íslandi, að sögn upplýsingafulltrúa H&M. Fyrirtækið gefur ekki upplýsingar um mál sem ennþá gætu verið á viðræðustigi en sem stendur eru engin staðfest áform um opnun á Íslandi.

Í DV í fyrradag kom fram að opna ætti verslanir H&M í Smáralind og á Hörpureit í miðbænum. Fasteignafélagið Reginn á bæði byggingarréttinn að verslunarhúsnæði á Hörpureitnum og húsnæði Smáralindar. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri ekki rétt að viðræður við sænska tískurisann H&M væru á lokastigi. Reginn ætti þó í viðræðum við fjölmarga mögulega og væntanlega leigutaka, en fyrirtækið greindi ekki frá einstökum viðræðum. „Það er ekki þannig að leigusamningur sé fyrirliggjandi eða að formlegar viðræður séu hafnar. En að sjálfsögðu standa yfir þreifingar við tugi og hundruð væntanlegra leigutaka,“ segir Helgi, viðræður við H&M séu langt frá því á lokametrunum.

Fréttir um væntanlega komu H&M til Íslands eru ekki nýjar af nálinni og að sögn Helga mörg fyrirtæki sem eru að skoða það að fá tískuverslanirnar til sín.

Bolli Kristinsson kaupmaður í 17 sagði í samtali við mbl.is nýlega að hann hefði mikið reynt að fá H&M í 17-húsið á Laugavegi 91 en að þeir hefðu engan áhuga.

sunnasaem@mbl.is, ingveldur@mbl.is