Kaup á vændi eru refsiverð á Íslandi en enginn hefur verið handtekinn nýlega vegna vændiskaupa, að sögn Snorra, enda hefur engin sérstök rannsókn verið í gangi undanfarið á vændi.
Kaup á vændi eru refsiverð á Íslandi en enginn hefur verið handtekinn nýlega vegna vændiskaupa, að sögn Snorra, enda hefur engin sérstök rannsókn verið í gangi undanfarið á vændi. „Þegar við rannsökuðum vændi síðast fylgdumst við með vefsíðunum og staðsettum vændiskonur í gegnum þær, í framhaldinu höfðum við uppi á kaupendum. Síðasta rannsókn var á Suðurnesjum 2013, þar sem við höfðum grun um að konan væri þolandi mansals. Það voru 70 einstaklingar kærðir í því máli. Þessar rannsóknir eru alltaf teknar í ákveðnum skorpum en það hefur vantað fjármagn til að sinna þeim. Vonandi verður breyting á því núna með nýju skipulagi hjá rannsóknarlögreglunni.“