Akranes Starfsfólki Grundaskóla bauðst áfallahjálp eftir voðaverkið.
Akranes Starfsfólki Grundaskóla bauðst áfallahjálp eftir voðaverkið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Karlmaður á sjötugsaldri skaut konu sína til bana í íbúð í fjölbýlishúsi á Akranesi í fyrrinótt og svipti sig síðan lífi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skaut maðurinn konuna í svefni og fannst hún látin í rúmi sínu.

Karlmaður á sjötugsaldri skaut konu sína til bana í íbúð í fjölbýlishúsi á Akranesi í fyrrinótt og svipti sig síðan lífi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skaut maðurinn konuna í svefni og fannst hún látin í rúmi sínu. Konan var á sextugsaldri, starfsmaður Grundaskóla, og voru samstarfsmönnum hennar tilkynnt tíðindin í gær. Var þeim boðin áfallahjálp í kjölfarið og nemendur sendir heim.

Engin tilkynning barst um skothvelli eða hávaða frá íbúðinni um nóttina. Þegar konan mætti ekki til vinnu í gærmorgun reyndi vinnuveitandi hennar að hafa samband við hana. Eftir árangurslausar tilraunir var haft samband við lögreglu, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og braut sér leið inn í búðina þar sem lík fólksins fundust. Var það gert vegna þess að skotvopn var skráð á heimilinu.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

benedikt@mbl.is