Styrkur Magnús Þór Ásmundsson frá Alcoa afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, t.h., styrk að andvirði 12,3 milljónir króna á málstofu nýverið.
Styrkur Magnús Þór Ásmundsson frá Alcoa afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, t.h., styrk að andvirði 12,3 milljónir króna á málstofu nýverið. — Ljósmynd/HR
Á málstofu Háskólans í Reykjavík nýverið kom Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, færandi hendi og afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, styrk að upphæð 100 þúsund dollara, eða um 12,4 milljónir króna.

Á málstofu Háskólans í Reykjavík nýverið kom Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, færandi hendi og afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, styrk að upphæð 100 þúsund dollara, eða um 12,4 milljónir króna.

Er styrkurinn ætlaður til áframhaldandi eflingar rannsókna og kennslu í efnisverkfræði og málmfræði á háskólastigi. Málstofan fjallaði einmitt um efnisverkfræði í sjálfbærri álframleiðslu. Hún var önnur í röð fjögurra málstofa í HR sem fjalla um um lífstoðefni, ál, efni sem notuð eru við orkuskipti og áskoranir á sviði jarðhita, að því er segir í fréttatilkynningu frá HR.

Haft er eftir Magnúsi Þór að Samfélagssjóður Alcoa veiti fé til verkefna sem tengjast umhverfi, menntun og fræðslu og samfélagsþátttöku starfsfólks. Það sé hlutverk Fjarðaáls að benda á tækifærin sem eru til staðar á Íslandi til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Bendir hann á að 90 háskólamenntaðir starfsmenn vinni hjá Alcoa Fjarðaáli. Jákvætt sé að hafa möguleika á framhaldsmenntun hér á landi.