Raförninn Hildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rafarnarins. Hún tekur við starfinu af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt því í 30 ár, en hann er einn stofnenda fyrirtækisins.
Raförninn Hildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rafarnarins. Hún tekur við starfinu af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt því í 30 ár, en hann er einn stofnenda fyrirtækisins.

Hildur hóf störf hjá Raferninum árið 2011 og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra rannsóknar- og þróunarsviðs fyrirtækisins undanfarin ár.

Hún lauk doktorsprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 2008.

Í tilkynningu frá Raferninum segir að félagið hafi í rúma þrjá áratugi verið brautryðjandi á Íslandi í tækniþjónustu, víðtækri ráðgjöf og hugbúnaðarþróun innan heilbrigðisgeirans. Raförninn er í eigu verkfræðistofunnar Verkís. Starfsmenn eru nú um 20 talsins.