[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vefsíðan Væri ekki gott að vinna í lottóinu, og geta varið deginum í hluti sem leyfa okkur að vaxa og dafna sem manneskjur?

Vefsíðan Væri ekki gott að vinna í lottóinu, og geta varið deginum í hluti sem leyfa okkur að vaxa og dafna sem manneskjur? Það er nefnilega svo erfitt að finna tíma fyrir persónulegu markmiðin í lífinu þegar vinnan, fjölskyldan og aðrar skyldur eru stöðugt að trufla.

Google er kannski komið með lausnina, með nýjum eiginleika í Google Calendar.

Margir nota dagatalsforrit Google nú þegar, enda þykir þetta tíu ára gamla forrit hið prýðilegasta tæki til að skipuleggja dagana og vikurnar. Nú hefur nýjum eiginleika verið bætt við og hefur einfaldlega fengið nafnið Goals .

Notandinn getur skráð inn í dagatalið markmið, eins og t.d. að skokka tvisvar í viku, lesa kafla í góðri bók, eða læra fallbeygingu rússneskra sagnorða. Þegar markmiðið er komið á lista sér Google Calendar um að finna hentugan tíma.

Á dagatalið þannig að hjálpa notandanum að halda sig við efnið, en um leið er nægilegur sveigjanleiki innbyggður í kerfið till að hnika megi tímasetningum til. Google Calendar finnur einfaldlega annan og betri tíma ef verkefni dagsins breytast óvænt. ai@mbl.is