Þýðendakvöld hefst í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 20 í kvöld og á því verða kynntir þeir fimm þýðendur og verk þeirra sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna í ár.

Þýðendakvöld hefst í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 20 í kvöld og á því verða kynntir þeir fimm þýðendur og verk þeirra sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna í ár. Þýðendurnir munu spjalla við áheyrendur um verkin, starf sitt og glímuna við orðin. Þeir eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ásdís R. Magnúsdóttir, Brynja Cortes Andrésdóttir, Jón Hallur Stefánsson og Silja Aðalsteinsdóttir.

Aðgangur er ókeypis að viðburðinum.