Veitur Hafliði Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Reksturs hjá Veitum ohf. Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að Hafliði sé með MSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Veitur Hafliði Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Reksturs hjá Veitum ohf. Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að Hafliði sé með MSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hann komi til Veitna frá Rhino Aviation þar sem hann var framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála. Hann hafi áður verið deildarstjóri viðhaldsstýringar hjá Icelandair. Hafliði hefur störf hjá Veitum um næstu mánaðamót.

Sem forstöðumaður Reksturs mun Hafliði m.a. bera ábyrgð á daglegum rekstri veitukerfanna, gerð viðbragðs- og viðhaldsáætlana, eftirliti með framkvæmdum og umsjón þeirra fleiri en þúsund fasteigna sem Veitur eiga, að því er segir í tilkynningu.