„Það stendur ekki til að selja banka fyrir kosningar eins og háttvirtur þingmaður virðist telja. Það er einfaldlega rangt.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra m.a.

„Það stendur ekki til að selja banka fyrir kosningar eins og háttvirtur þingmaður virðist telja. Það er einfaldlega rangt.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra m.a. í svari sínu á Alþingi við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum þann 7. apríl sl.

Helgi Hrafn spurði fjármálaráðherra m.a.: „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hversu mikils hann meti trúverðugleika Íslands og ríkisstjórnarinnar við hluti eins og sölu banka og afnám fjármagnshafta og öll þau verkefni sem hæstvirt ríkisstjórn telur svo mikilvægt að hún sjálf standi að fyrir kosningar.“

Fyrsti flutningsmaður

Þingflokkur Samfylkingarinnar, með Árna Pál Árnason, formann flokksins, sem fyrsta flutningsmann, lagði fram frumvarp á Alþingi í gær, sem gerir ráð fyrir að sala á bönkum í eigu ríkisins verði bönnuð tímabundið, eða fram til 1. nóvember nk.

Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum. Líkt og fram kemur hér að ofan stendur það ekki til.

agnes@mbl.is