Saman Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar koma fram saman á tónleikum eftir ákaflega langt hlé, aðdáendum til ómældrar gleði.
Saman Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar koma fram saman á tónleikum eftir ákaflega langt hlé, aðdáendum til ómældrar gleði.
Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar halda saman tónleika í Reykjavík og á Akureyri í kvöld og annað kvöld, þá fyrri í kvöld á Gauknum og þá seinni annað kvöld á Græna hattinum og hefjast hvorir tveggja kl. 22.

Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar halda saman tónleika í Reykjavík og á Akureyri í kvöld og annað kvöld, þá fyrri í kvöld á Gauknum og þá seinni annað kvöld á Græna hattinum og hefjast hvorir tveggja kl. 22.

Hljómsveitirnar þarf vart að kynna, „boðbera x-kynslóðarinnar“ eins og þeim er lýst í tilkynningu, og munu þær leika sín bestu lög. Hljómsveitirnar hafa ekki leikið saman á tónleikum síðan fyrir aldamót.

Ensími skipa Hrafn Thoroddsen, Franz Gunnarsson, Guðni Finnsson, Arnar Gíslason og Þorbjörn Sigurðsson og 200.000 naglbíta þeir Vilhelm Anton Jónsson, Kári Jónsson og Benedikt Brynleifsson.