Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir hefur ákveðið að skipa séra Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Hjallasókn Kópavogi í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um embættið rann út 14.

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir hefur ákveðið að skipa séra Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Hjallasókn Kópavogi í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um embættið rann út 14. mars síðastliðinn. Sjö umsækjendur voru um embættið, sem veitist frá 1. apríl.

Umsækjendur auk Steinunnar Arnþrúðar voru Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðingur, séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir guðfræðingur, María Gunnarsdóttir guðfræðingur, séra Sunna Dóra Möller og séra Úrsúla Árnadóttir.

Sóknarprestur í Nesprestakalli er Skúli Sigurður Ólafsson.

sisi@mbl.is