Flestum eineggja tvíburum er ruglað saman og eru Oddný og Freyja Benónýsdætur þar ekki undanskildar. Þær hafa skilning á því, enda segja þær að flestum þyki þær líkar þó þeim sjálfum finnist það ekki. Það hefur komið fyrir að þær nýti sér þennan...

Flestum eineggja tvíburum er ruglað saman og eru Oddný og Freyja Benónýsdætur þar ekki undanskildar. Þær hafa skilning á því, enda segja þær að flestum þyki þær líkar þó þeim sjálfum finnist það ekki. Það hefur komið fyrir að þær nýti sér þennan rugling.

„Fyrsta apríl þá skiptum við. Ég var Freyja og Freyja var ég. Þórunn [kennari] fattaði ekki neitt. Ég held að hún sé ekki ennþá farin að þekkja okkur í sundur,“ segir Oddný hlæjandi.

Systurnar segjast ekki vera mjög mikið saman. Þær eiga sinn vinahópinn hvor en eiga samt sömu bestu vinkonu sem þær segjast skipta bróðurlega á milli sín.

Þær æfa saman íþróttir, fimleika og frjálsar en Freyja er líka í fótbolta. Þær stunda einnig tónlistarnám, Oddný spilar á selló og Freyja á þverflautu og er í söngnámi.