Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Um 27% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Er það aukning um fimm prósentustig frá síðustu viku. Framsókn fengi tæp 7%, en það er minnsta fylgi sem mælst hefur við flokkinn síðan í febrúar 2008.

Um 27% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Er það aukning um fimm prósentustig frá síðustu viku. Framsókn fengi tæp 7%, en það er minnsta fylgi sem mælst hefur við flokkinn síðan í febrúar 2008.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Þetta eru niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var 7.-12. apríl. Heildarúrtak var 1.434 og þátttökuhlutfall var 56,1 prósent og af þeim nefndu 82,9% flokk.

34% styðja ríkisstjórnina

Píratar fengju um 29% fylgi samkvæmt þessari könnun sem er þremur prósentustigum minna en í síðustu viku.

Tæplega 20% myndu kjósa Vinstri græn, sem er þremur prósentustigum meira en fyrir viku. Aðeins 9% myndu kjósa Samfylkinguna, 5% Bjarta framtíð og 3% myndu kjósa Viðreisn. Tæpt eitt prósent vill aðra flokka eða framboð.

Þá styðja um 34% ríkisstjórnina.