— Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og himnarnir hafa tekið þátt í gleðinni og sýnt magnaða liti. Sterk norðurljós, tær blár himinn og sólsetur sem fær jafnvel snjallsímanotendur til að leggja niður símann.

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og himnarnir hafa tekið þátt í gleðinni og sýnt magnaða liti. Sterk norðurljós, tær blár himinn og sólsetur sem fær jafnvel snjallsímanotendur til að leggja niður símann.

Í Borgarnesi á dögunum mátti sjá fegurðina við Snæfellsjökul þegar sólin gekk til viðar. Skýin hjúfruðu sig að jöklinum, skærrauð af síðustu geislum sólar þann daginn. Í örskotsstund var eins og skýjahnoðrarnir breiddu sæng sína yfir hann og reyndu að koma yl í ískaldan jökulinn.

Í dag er gert ráð fyrir norðlægri átt. Víða um land verður lítilsháttar rigning eða smásúld og verður hiti 3 til 10 stig en vægt næturfrost NA-lands. Fer kólnandi, einkum NA-lands.