Porsche 911 þykja mikil tryllitæki og þurfa sætin að faðma ökumanninn.
Porsche 911 þykja mikil tryllitæki og þurfa sætin að faðma ökumanninn. — Morgunblaðið/Þorkell
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á básinn Ef á að falla fyrir Porsche á annað borð, hví ekki að falla kylliflatur? Bílar þýska bílaframleiðandans eiga sér ófáa aðdáendur og þeir hörðustu vilja meina að ekki sé hægt að finna betri bíl en 911-týpuna.

Á básinn Ef á að falla fyrir Porsche á annað borð, hví ekki að falla kylliflatur? Bílar þýska bílaframleiðandans eiga sér ófáa aðdáendur og þeir hörðustu vilja meina að ekki sé hægt að finna betri bíl en 911-týpuna. Sumum þykir bíllinn svo góður að þeir myndu helst vilja sitja undir stýri allan daginn.

Nú er kominn skrifstofustóll sem getur hér um bil látið þann draum rætast.

Stóllinn fær lánað sæti úr Porsche 911 Carrera GTS og búið að bæta við púðum til að styðja við framhandleggina. Endurhlaðanleg rafhlaða er innbyggð í stólinn og beinir orku til mótora sem breyta lögun og stöðu sætisins með sama hætti og í bílunum. Í áklæðið er notað bæði leður og Alcantara og búið að sauma út Porsche-skjöldinn í höfuðpúðann. Er stóllinn engin smásmíði og vegur 35 kg.

Office Chair RS frá Porsche er til sölu í bandarísku netversluninni Porsche.com og kostar þar 6.570 dali, eða rúmlega 800.000 kr. áður en skattar og innflutningsgjöld bætast við. ai@mbl.is