Tölur Seðlabankans sýna að skuldir ríkisins eru á hraðri niðurleið.
Tölur Seðlabankans sýna að skuldir ríkisins eru á hraðri niðurleið. — Morgunblaðið/Ómar
Heildarskuldir ríkissjóðs nema nú rúmlega 1.303 milljörðum króna og var hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu í mars um 54,3%. Frá þessu er greint í nýju yfirliti frá Lánamálum ríkisins. Til samanburðar voru heildarskuldir ríkissjóðs 1.

Heildarskuldir ríkissjóðs nema nú rúmlega 1.303 milljörðum króna og var hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu í mars um 54,3%.

Frá þessu er greint í nýju yfirliti frá Lánamálum ríkisins.

Til samanburðar voru heildarskuldir ríkissjóðs 1.521 milljarður króna í mars 2015, samkvæmt aprílskýrslu Lánamála ríkisins í fyrra. Hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu var þá 76,1%.

Hafa heildarskuldir ríkissjóðs því lækkað um 218 milljarða á einu ári, eða sem svarar 656 þúsund krónum á hvern landsmann, miðað við íbúafjöldann 1. janúar síðastliðinn.

Verg landsframleiðsla í þessum skýrslum er miðuð við spá Seðlabanka Íslands í nýjasta hefti Peningamála hverju sinni.

Þá kemur fram í aprílskýrslu Lánamála ríkisins 2013 að heildarskuldir ríkissjóðs hafi þá verið 1.491 milljarður og hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu þá 81,4%.