Handsal Sandra Granquist, Ársæll Daníelsson, Ólafur S. Ástþórsson og Sólmundur Már Jónsson leiddu mál til lykta við athöfn í Selasterinu.
Handsal Sandra Granquist, Ársæll Daníelsson, Ólafur S. Ástþórsson og Sólmundur Már Jónsson leiddu mál til lykta við athöfn í Selasterinu. — Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstanga Í vikunni var undirritaður í Selasetri Íslands á Hvammstanga samningur milli setursins og Hafrannsóknastofnunar. Samningurinn er tvíþættur.

Karl Á. Sigurgeirsson

Hvammstanga

Í vikunni var undirritaður í Selasetri Íslands á Hvammstanga samningur milli setursins og Hafrannsóknastofnunar. Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar eru veittar 30 milljónir króna til rannsókna á selastofnum við Íslandsstrendur, og þá sérstaklega stofnstærðarmælingar.

Sigurður Líndal, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands segir vonir standa til að þetta samkomulag verði endurnýjað árlega og verði þá til þess að almennilegt skipulag komist á þessi mál, öfugt því sem áður hefur verið, þar sem segja má að varla hafi verið staðið við skuldbindingar ríkisins gagnvart þeim alþjóðasamningum sem við Íslendingar erum hluti af. Hinn hluti samningsins er, að veittar eru 10 milljónir króna, eingreiðsla, til tækjakaupa og standsetningar húsnæðis á Hvammstanga.

Sigurður bauð gesti velkomna og lýsti ánægju með þennan áfanga. Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, nýráðinn deildar
stjóri ferðamálarannsóknasviðs, setursins, héldu stutt erindi og sögðu frá sínu starfssviði. Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selasetursins og Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn. Vottar voru Sandra Granquist og Sólmundur Már Jónsson, fjármálastjóri Hafró. Þess má geta, að 35% aukning var á gestafjölda í Selasetrinu á milli áranna 2014 og 2015. Gestir árið 2015 voru 27.150. Mikil fjölgun gesta er nú á líðandi vetri og er fjölgun milli marsmánaða 2015 og 2016 um fjórföld.