Hallveigarstígur 1 Samfylkingin hefur verið á Hallveigarstíg frá 2004.
Hallveigarstígur 1 Samfylkingin hefur verið á Hallveigarstíg frá 2004. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Að sögn Kristjáns Guy Burgess, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, leigir Samfylkingin 230 fermetra á 2. hæð á Hallveigarstíg 1. Fyrir það greiddi flokkurinn 332.00 krónur á mánuði árið 2015.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Að sögn Kristjáns Guy Burgess, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, leigir Samfylkingin 230 fermetra á 2. hæð á Hallveigarstíg 1. Fyrir það greiddi flokkurinn 332.00 krónur á mánuði árið 2015. Að mati Kristjáns Gunnarssonar, forstjóra fasteignafélagsins Regins, ætti leiguverð fyrir hvern fermetra fyrir „þessa eign“ að vera 1.700 -2000 kr. Samkvæmt því ættu leigugreiðslur að vera á bilinu 391-460 þúsund kr.

Í svari við fyrirspurn í Morgunblaðsins segir Kristján Guy að inni í leiguverðinu séu, auk húsaleigu, greiðsla fyrir rekstur sameignar, ræstingu og bílastæði auk greiðslu til Orkuveitu Reykjavíkur.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið á mánudag að Samfylkingin greiddi markaðsverð fyrir aðstöðuna í höfuðstöðvunum.

Þá segir einnig í svari Kristjáns að upphaflegi samningurinn sem gerður var við Sigfúsarsjóð og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. árið 2004 hafi verið til 15 ára. Árið 2013 hafi verið endursamið til 10 ára þegar dregið var úr rekstri Samfylkingarinnar. „Við samningagerð 2013 var óskað eftir því að tekið yrði tillit til þess að komin væri á tæpra 10 ára reynsla af leigusambandinu og þess að við upphaflega samningagerð árið 2004 tók Samfylkingin að sér að standa að miklum endurbótum innan húss á sinn kostnað, til dæmis með því að leggja raflagnir og gera miklar lagfæringar á gólfi og lofti,“ segir í svari Kristjáns.