Meðal félaga sem Íslendingar skráðu hjá Mossack Fonseca fyrir efnahagshrunið er félagið Holt Investment Group Ltd. Samkvæmt skráningarvottorði var það skráð 5. apríl 2005 á Íslandi.

Meðal félaga sem Íslendingar skráðu hjá Mossack Fonseca fyrir efnahagshrunið er félagið Holt Investment Group Ltd. Samkvæmt skráningarvottorði var það skráð 5. apríl 2005 á Íslandi. Heimilisfangið var Akara-byggingin á Tortóla, heimilisfang Mossack Fonseca, og er fylgiskjal undirritað af fulltrúa Mossack Fonseca.

Samkvæmt ársreikningum félagsins Sýreyjar 2005-2014 hefur félagið verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi ráðherra, stofnaði félagið Sýrey og var forsvarsmaður þess þegar það var skráð á Tortóla. Prókúra Sigurmars hjá Sýreyju var afturkölluð með tilkynningu 8. mars 2006. Fram kemur í skjölum Holts Holding S.A. í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar, að í árslok 2010 átti félagið 100% hlut í Holt Investment Group, sem skráð var á Bresku jómfrúaeyjum.