— Morgunblaðið/Júlíus
14. apríl 1695 Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna,“ eins og sagði í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi. 14.

14. apríl 1695

Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna,“ eins og sagði í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi.

14. apríl 1963

Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Osló á páskadag. Tólf manns létust, fimm manna áhöfn og sjö farþegar, þeirra á meðal Anna Borg leikkona. Vélin var af gerðinni Viscount og var á leið frá Kaupmannahöfn.

14. apríl 2010

Eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls og stóð til 23. maí. „Hamfaraflóð undan jökli,“ sagði Fréttablaðið. Gosaska dreifðist um Evrópu og olli miklum truflunum á flugumferð.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson