Nýsköpunarmiðstöð Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Nýsköpunarmiðstöð Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að Fjalar hafi lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og hafi starfað sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil. Hann hafi umtalsverða reynslu af markaðsmálum og úr tæknigeiranum, ásamt því að vera meðal frumkvöðla í hagnýtingu netsins í viðskiptum hérlendis.

Þá eigi hann að baki fjölbreyttan feril í ýmsum fjölmiðlum, s.s. á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum. Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö meginsvið, annarsvegar stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki og hinsvegar tæknirannsóknir og ráðgjöf. Stöðugildi eru rúmlega 80. Miðstöðin heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.