Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt glæsilegt Kvennakvöld í byrjun mars þar sem um 120 konur mættu. Allur ágóði kvöldsins rann til Leiðarljóss, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með langvinna og sjaldgæfa sjúkdóma. Styrkurinn var að upphæð 505.

Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt glæsilegt Kvennakvöld í byrjun mars þar sem um 120 konur mættu. Allur ágóði kvöldsins rann til Leiðarljóss, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með langvinna og sjaldgæfa sjúkdóma. Styrkurinn var að upphæð 505.000 kr. og mun koma að góðum notum fyrir fjölskyldur barnanna. Markmið Leiðarljóss er að veita alla félags- og heilbrigðisþjónustu út frá einum stað fyrir fjölskyldur barnanna.

Markmið Kiwanishreyfingarinnar er að styrkja þá sem minna mega sín og hefur Kiwanisklúbburinn Sólborg, sem er kvennaklúbbur í Hafnarfirði veitt styrki að upphæð um eina milljón króna frá því í haust.

Forseti Sólborgar, Hjördís Harðardóttir, og formaður styrktarnefndar klúbbsins, Vilborg Andrésdóttir, afhentu Báru Sigurjónsdóttur, forstöðumanni Leiðarljóss, styrkinn.