Barátta Logi Gunnarsson, Njarðvíkingurinn reyndi, reynir að komast framhjá KR-ingnum Michael Craion í leiknum í Njarðvík í gærkvöld.
Barátta Logi Gunnarsson, Njarðvíkingurinn reyndi, reynir að komast framhjá KR-ingnum Michael Craion í leiknum í Njarðvík í gærkvöld. — Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við KR á Íslandsmóti karla í körfubolta með því að vinna fjórða leik liðanna í Ljónagryfjunni sinni í gærkvöld, 74:68.

Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við KR á Íslandsmóti karla í körfubolta með því að vinna fjórða leik liðanna í Ljónagryfjunni sinni í gærkvöld, 74:68.

Liðin mætast því í fimmta og síðasta sinn í Vesturbænum annað kvöld og þar ræðst hvort þeirra mætir Haukum í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn þetta vorið.

Njarðvíkingar komust í 14:0 með ótrúlegri byrjun en KR var búið að jafna metin snemma í öðrum leikhluta. KR var átta stigum yfir í hálfleik en Njarðvík sneri því við og var sex stigum yfir eftir þriðja leikhluta.

Staðan var 65:65 þegar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar voru sterkari á lokakaflanum. Logi Gunnarsson sem var í stóru hlutverki hjá þeim skoraði körfuna sem vó þyngst en hann kom Njarðvík í 70:66 með þriggja stiga stiga körfu þegar um 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Það forskot var meira en KR réð við í lokin og Vesturbæingar misstu boltann í lokasókn sinni þegar þeir þurftu að brúa fjögurra stiga bil á of stuttum tíma.

Jeremy Atkinson var annars besti maður vallarins og skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, auk þess að taka 15 fráköst, en Michael Craion skoraði 26 stig fyrir KR.

*Sjá nánar um leikinn á mbl.is/sport/korfubolti.

vs@mbl.is

Njarðvík – KR 74:68

Njarðvík, Dominos-deild karla, undanúrslit, 4. leikur, miðvikudag 13. apríl 2016.

Gangur leiksins : 14:0, 18:6, 19:14 , 24:22, 24:30, 30:37, 34:42 , 41:45, 48:48, 51:52, 60:54 , 62:59, 65:65, 65:65, 70:66, 74:68 .

Njarðvík : Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar.

Fráköst : 30 í vörn, 8 í sókn.

KR : Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5.

Fráköst : 29 í vörn, 6 í sókn.

*Staðan er 2:2.