Þorsteinn Erlingsson.
Þorsteinn Erlingsson.
Ef marka má ævisögu Matthíasar Þórðarsonar frá Móum (d. 1959) er aðdragandinn að komu Þorsteins Erlingssonar til Bíldudals flóknari en rakið er í greininni.
Ef marka má ævisögu Matthíasar Þórðarsonar frá Móum (d. 1959) er aðdragandinn að komu Þorsteins Erlingssonar til Bíldudals flóknari en rakið er í greininni. Skáldið hafði flækst inn í brask norsks manns á Seyðisfirði, tekið sæti í stjórn útgerðar hans og þegið fyrir háar fjárhæðir sem hann notaði í margra mánaða lystiferð til Miðjarðarhafslanda og til að styrkja útgáfu Bjarka. Útgerðin varð fljótt gjaldþrota, en Þorsteinn var skráður fyrir einum af fiskibátunum, kúttaranum Fönixborg. Hann lét sigla honum til Bíldudals og seldi Pétri Thorsteinssyni. Skáldið virðist því ekki hafa komið vestur með tvær hendur tómar.