Minjastofnun mun leggja fram kæru á hendur verktakafyrirtækinu Mannverki vegna niðurrifs Exeter-hússins.

Minjastofnun mun leggja fram kæru á hendur verktakafyrirtækinu Mannverki vegna niðurrifs Exeter-hússins.

Stofnunin telur að fyrirtækið hafi brotið lög um menningarminjar og lög um mannvirki og segir starfsmaður hennar að yfirlýsing sem fyrirtækið sendi frá sér í gær breyti engu um að friðað hús hafi verið rifið niður án leyfis og það sé lögbrot.

Í yfirlýsingu Mannverks baðst fyrirtækið afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir við Tryggvagötu 10-14. Vísar það til þess að byggingarleyfi frá borginni hafi veitt því heimild til að rífa húsið.