Saltfiskur Þurrkaður flattur saltfiskur hefur lengi verið helsta þorskafurð Norðmanna. Portúgal og Brasilía hafa tekið við um 80-90% af útflutningnum. Portúgal hefur verið eins konar dreifingarmiðstöð og framhaldsvinnsla á afurðunum er mikil þar.

Saltfiskur

Þurrkaður flattur saltfiskur hefur lengi verið helsta þorskafurð Norðmanna. Portúgal og Brasilía hafa tekið við um 80-90% af útflutningnum. Portúgal hefur verið eins konar dreifingarmiðstöð og framhaldsvinnsla á afurðunum er mikil þar. Afurðir eru fluttar þaðan og áfram, meðal annars til Brasilíu, enda mikil viðskipti milli Portúgals og gömlu nýlendunnar.

Miklar breytingar hafa orðið á þessum mörkuðum. Hlutfall landaðs afla í Noregi sem fer í þurrkun hefur lækkað úr 46% í 36% frá árinu 2012 og verðþróun þurrkaðra afurða í samanburði við aðrar afurðir hefur verið óhagstæð.

Á myndinni sem sýnir útflutninginn frá Noregi sést að á árinu 2014, þegar veiði var mjög mikil í Noregi, þá lækkaði afurðaverðið og árið 2015, þegar veiðin minnkaði, þá dró mjög úr útflutningi en verðið náði samt ekki fyrri hæðum.

Þegar innflutningstölur til Brasilíu eru skoðaðar sést hvernig mál hafa þróast þar. Magnið af flöttum saltfiski dregst saman frá Noregi og Brasilíu en Kína kemur inn sem nýr innflutningsaðili með mun lægra verð. Þar er sennilega ekki um að ræða atlantshafsþorsk heldur kyrrahafsþorsk og þessi vara, flattur fiskur, er að víkja fyrir öðrum meira unnum vörum úr ódýrari fisktegundum.