Neysluhegðun landsmanna tekur breytingum og hefur gert gegnum tíðina. Í seinni tíð hefur heilsuefling og heilsusamlegt líferni fengið drýgri sess en áður í opinberri umræðu og í raun á flestum sviðum samfélagsins. Undir það tekur Bergþóra.

Neysluhegðun landsmanna tekur breytingum og hefur gert gegnum tíðina. Í seinni tíð hefur heilsuefling og heilsusamlegt líferni fengið drýgri sess en áður í opinberri umræðu og í raun á flestum sviðum samfélagsins. Undir það tekur Bergþóra.

„Það er mikill áhugi á heilsuvörum. Ef þú skoðar stórmarkaðina og veltir fyrir þér umfangi og hillumetrum og gengur út frá því að það endurspegli áhuga neytenda þá sést að það fer æ meira pláss undir heilsuvörur. Við verðum vör við að neytendur hafa áhuga á heilsusamlegum valkostum. Við bregðumst við þessu t.d. með vöru eins og Lífskorninu frá Myllunni og Hrökkbitanum frá Kexsmiðjunni auk annarra vara sem hafa merki skráargatsins.

En svo er þess að gæta að þó við hvert og eitt höfum markmið varðandi heilsusamlegan lífsstíl þá er eitt að vilja og annað framkvæma. Stundum veljum við bara það sem okkur langar í og það þarf sannarlega líka að vera svigrúm til þess inn á milli í amstri dagsins.

Þetta höfum við líka til hliðsjónar í okkar vöruþróun og vöruvali að höfða bæði til skynseminnar og þess að gleðja andann öðru hvoru með smá dekri.“