Friðgeir Einarsson
Friðgeir Einarsson
Félagarnir í leikhópnum Kriðpleir efna til Krísufunda í kvöld og á morgun kl. 21 í menningarhúsinu Mengi.
Félagarnir í leikhópnum Kriðpleir efna til Krísufunda í kvöld og á morgun kl. 21 í menningarhúsinu Mengi. „Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll,“ segir í tilkynningu um Kriðpleir. Í Krísufundi setji Friðgeir Einarsson og félagar saman umsókn í listasjóð. „Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð,“ segir í tilkynningu.