— AFP
Katrín hertogaynja gefur fílsunga mjólk í þjóðgarði á Indlandi, Kaziranga, sem hún heimsótti í gær ásamt manni sínum, Vilhjálmi Bretaprins. Þau fóru í skoðunarferð um þjóðgarðinn og ræddu við embættismenn um verndun dýra í útrýmingarhættu, m.a.
Katrín hertogaynja gefur fílsunga mjólk í þjóðgarði á Indlandi, Kaziranga, sem hún heimsótti í gær ásamt manni sínum, Vilhjálmi Bretaprins. Þau fóru í skoðunarferð um þjóðgarðinn og ræddu við embættismenn um verndun dýra í útrýmingarhættu, m.a. nashyrninga. Í Kaziranga eru tveir þriðju allra einhyrndra nashyrninga heimsins. Þeir hafa verið drepnir í miklum mæli og horn þeirra seld á svörtum markaði í Asíu þar sem þau eru notuð í lyf og skartgripi.