Bergþóra Þorkelsdóttir tók við Íslensk-Ameríska í lok síðasta árs.
Bergþóra Þorkelsdóttir tók við Íslensk-Ameríska í lok síðasta árs. — Morgunblaðið/RAX
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Heildsalar verða varir við aukin umsvif í hagkerfinu í tengslum við straum ferðamanna til landsins.

Íslensk-Ameríska er í hópi stærstu heildsala landsins en fyrirtækið hefur um áratugaskeið flutt inn heimsþekkt vörumerki á matvörumarkaði. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á framleiðslufyrirtækjum á borð við Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna.

Berþóra Þorkelsdóttir tók við stjórn fyrirtækisins á síðasta ári en hún segir að fyrirtækið fari ekki varhluta af þeim umsvifum sem fylgi auknum ferðamannastraumi til landsins. „Aukin umsvif koma fyrst og fremst fram á sviði veitingahúsa og stóreldhúsa. Einhvers staðar þurfa ferðamennirnir að borða. Þá eru fyrirtæki mörg hver búin að koma sér upp stórum og fínum mötuneytum fyrir starfsfólk. Það er mikið að gera í allri matsölu, alls staðar,“ segir Bergþóra.