Velferðarráðuneytið birti í gær upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum sem skipuð eru á vegum ráðherra ráðuneytisins. Þar kemur m.a. í ljós að í þeim nefndum, sem skipaðar voru á síðasta ári, voru karlar 49% og konur 51% nefndarmanna.

Velferðarráðuneytið birti í gær upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum sem skipuð eru á vegum ráðherra ráðuneytisins. Þar kemur m.a. í ljós að í þeim nefndum, sem skipaðar voru á síðasta ári, voru karlar 49% og konur 51% nefndarmanna.

Í nefndum félags- og húsnæðismálaráðherra eru hlutföllin 48/52 og í nefndum heilbrigðisráðherra eru þau 47/53.