Reiður flokksleiðtogum Donald Trump á kosningafundi í New York.
Reiður flokksleiðtogum Donald Trump á kosningafundi í New York. — AFP
Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump sakaði í gær forystumenn í Repúblikanaflokknum um samsæri til að koma í veg fyrir að hann yrði valinn forsetaefni flokksins í kosningum í nóvember.
Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump sakaði í gær forystumenn í Repúblikanaflokknum um samsæri til að koma í veg fyrir að hann yrði valinn forsetaefni flokksins í kosningum í nóvember. Trump er með forskot í forkosningum repúblikana en talið er að hann geti ekki tryggt sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþing sem haldið verður í júlí til að velja forsetaefnið formlega. The Washington Post skýrði frá því í gær að helsti keppinautur Trumps, Ted Cruz, væri líklegur til að verða valinn forsetaefni vegna þess að margir kjörmenn hefðu lofað að styðja hann á flokksþinginu þegar þeir eru ekki lengur skuldbundnir til að kjósa aðra frambjóðendur.