Rafpoppsveitirnar Wesen og Antimony halda tónleika í kvöld kl. 20 á Loft hosteli í Bankastræti og er aðgangur ókeypis.
Rafpoppsveitirnar Wesen og Antimony halda tónleika í kvöld kl. 20 á Loft hosteli í Bankastræti og er aðgangur ókeypis. Wesen skipa Júlía Hermannsdóttir og Loji Höskuldsson og luku þau nýverið við fyrstu breiðskífu sína í samstarfi við Árna Rúnar Hlöðversson úr hljómsveitinni FM Belfast. Skífan kemur út á vegum breska plötufyrirtækisins Hidden Trail Records í sumar. Antimony er draumkennd rafpoppsveit, skipuð söngkonunni Rex Beckett frá Montreal í Kanada, gítarleikaranum og forritaranum Sigurði Angantýssyni og bassaleikaranum og söngvaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni. Hljómsveitin gaf út fjögurra laga skífu í febrúar í fyrra og nýlega völdu meðlimir Sigur Rósar Antimony til að spila með sér á Citadel-hátíðinni í London í júlí í sumar. Fyrsta breiðskífa Antimony, Wild Life, kemur út í sumar.