Sturla Friðrik Þorgeirsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 23. mars 2016.

Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir Frímannsson, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963, og Lára Kristín Sturludóttir, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972. Systkini Sturlu voru: Guðrún Kristín, Richard Björgvin og Perla Kristín, þau eru öll látin.

Fyrrverandi eiginkona Sturlu er Guðbjörg Pálsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Páll, kvæntur Önnu Rósu Jóhannsdóttur. Börn: a) Guðbjörg, hennar börn eru: Hera Sjöfn og Steinþór Páll. b) Sjöfn, sambýlismaður hennar er Ásgeir. 2) Jóhann Pétur. Barn hans er Guðrún Kristín. 3) Lára Kristín, gift Trausta Pálssyni. 4) Heiða Björk. Barn hennar er Kolbeinn Sturla. Sambýlismaður Heiðu er Þröstur Sverrisson.

Sturla kvæntist Erlu Sigríði Sigurðardóttur 20. mars 1987.

Fyrrverandi eiginmaður Erlu er Sigurður Rúnar Gunnsteinsson, þeirra börn eru: 1) Sigurður Einar, kvæntur Steinunni Hauksdóttur. Börn þeirra eru: a) Haukur, b) Valur og c) Erla Sigríður.

2) Gunnsteinn, kvæntur Ingigerði Stefánsdóttur. Börn þeirra eru: a) Unnur Birna og b) Dagný Rós. Gunnsteinn á tvö börn frá fyrra sambandi. Þau eru Sigurður Fannar og Kristín Lilja, hennar sonur er Fenrir Flóki.

3) Sævar, sambýliskona hans er Hafdís Nína Hafsteinsdóttir. Börn þeirra eru: a) Erla Sigríður, sambýlismaður hennar er Hjalti. b) Helena, sambýlismaður hennar er Kristján Orri. c) Íris. Sonur Sævars er Sturla Freyr.

4) Eydís Ósk, gift Sigursveini Þórðarsyni. Börn þeirra eru: a) Þórður Yngvi, b) Selma Björt og c) Sigurður Valur. Dóttir Sigursveins er Tanja Rut, sambýlismaður hennar er Guðmundur Vignir.

Útför Sturlu fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 9. apríl 2016.

Elsku mágur minn, Sturla, er fallinn frá. Við kynntumst ung þegar við bjuggum saman á Helgafellsbraut 18 í nokkur ár. Sturla var sérstaklega góður bróður sínum, Rikka, og voru þeir mjög nánir alla tíð. Sturla flutti til Reykjavíkur í gosinu eins og við öll, en hann kom ekki aftur til Eyja. Við Bibba vorum góðar vinkonur en svo skildu leiðir þeirra hjóna en sambandið hélt áfram, þó í minna mæli. Samband systkinanna var alltaf yndislegt en nú hafa þau öll kvatt í sömu röð og þau komu í heiminn; Rikki, Gunna, Perla og Sturla og sakna ég þeirra allra mikið. Sturla kynntist Erlu S. Sigurðardóttur og áttu þau mjög gott samband í mörg góð ár.

Elsku Sturla, þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum. Vonandi hafið þið systkinin hist.

Þín mágkona,

Þórdís (Dísa).