Fagur fiskur Eitt af málverkum Dagrúnar á sýningunni í bókasafninu.
Fagur fiskur Eitt af málverkum Dagrúnar á sýningunni í bókasafninu.
Dagrún Matthíasdóttir opnar í dag kl. 16 myndlistarsýninguna „Með rauða kúlu á maganum“ í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Þar sýnir hún olíumálverk og er myndefnið fiskar.

Dagrún Matthíasdóttir opnar í dag kl. 16 myndlistarsýninguna „Með rauða kúlu á maganum“ í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Þar sýnir hún olíumálverk og er myndefnið fiskar.

Um sýninguna skrifar Dagrún: „Hafið er ein af okkar aðal auðlindum og er einnig endalaus uppspretta myndefnis og sagna sem eiga djúpar rætur í samfélaginu. Hafið gefur og lífríki þess er mjög dýrmætt. Fiskar og sjávardýr eru mjög spennandi sem myndefni og vinn ég með það á þessari sýningu. Ég vinn með eftirlíkinguna í olíumálverkinu og velti fyrir mér formum, litum og blæbrigðum þeirra.“

Dagrún er fædd og uppalin á Ísafirði en hefur verið búsett á Akureyri síðustu 14 ár. Þetta er 20. einkasýning hennar og hefur hún einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún nam við fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri og nútímafræði og kennslufræði til réttinda í Háskólanum á Akureyri, með viðkomu í listfræði sem skiptinemi í Háskóla Íslands/LHÍ.