Þykkt lag af sandi og leir situr eftir á umfangsmiklum flóðasvæðum Skaftár eftir hamfarahlaupið í byrjun október.

Þykkt lag af sandi og leir situr eftir á umfangsmiklum flóðasvæðum Skaftár eftir hamfarahlaupið í byrjun október. Mun það leiða til sandfoks og svifryksmengunar umfram heilsuverndarmörk í Skaftárhreppi í sumar, að mati Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra, og hugsanlega valda vandræðum hjá ökumönnum.

Landgræðslan telur mikilvægt að bregðast sem fyrst við með því að sá melgresi í verstu sandfokssvæðin næst byggð. Það þurfi að gera innan skamms og hefur Landgræðslan sótt um 96 milljóna króna aukafjárveitingu til uppgræðslu 32-34