Móttaka Hluti styrktaraðila ásamt björgunarsveitarmönnum við nýja bílinn.
Móttaka Hluti styrktaraðila ásamt björgunarsveitarmönnum við nýja bílinn. — Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Laugardaginn 9. apríl fékk björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ afhentan nýjan bíl og var af því tilefni haldin móttaka fyrir bæjarbúa og styrktaraðila í björgunarstöðinni Von á Rifi.

Laugardaginn 9. apríl fékk björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ afhentan nýjan bíl og var af því tilefni haldin móttaka fyrir bæjarbúa og styrktaraðila í björgunarstöðinni Von á Rifi.

Bíllinn er af gerðinni VW Caravelle og tekur níu manns í sæti, er fjórhjóladrifinn, upphækkaður og með kraftmikilli díselvél.

Bíllinn er vel búinn tækjum til björgunarstarfa og sá RadíóRaf um þær breytingar. Um er að ræða Tetra VHF talstöðvar, tvö GPS tæki og spjaldtölvu ásamt öðrum búnaði.

Að sögn Halldórs Sigurjónssonar formanns Lífsbjargar mun bíllinn nýtast vel við störf sveitarinnar, en fyrir á sveitin samskonar bifreið árgerð 2001 og er því um kærkomna endurnýjun að ræða.

Vildi Halldór koma fram miklum þökkum til þeirra styrktaraðila sem lögðu hönd á plóg og eru þeir eftirtaldir: Hraðfrystihús Hellissands, Útnes ehf, Kristinn J. Friðþjófsson ehf, Skarðsvík ehf, Útgerðarfélagið Dvergur, útgerðarfélagið Haukur, Litlalón ehf, Brim hf og KG fiskverkun.