Hallveigarstígur 1
Hallveigarstígur 1
Þingmenn Samfylkingarinnar eru í slíku uppnámi þessa dagana að þeir neita að halda áfram þingstörfum. Ástæðuna má rekja til umræðu um aflandsfélög og tengsl, jafnvel sáralítil tengsl, tiltekinna stjórnmálamanna við slík félög.

Þingmenn Samfylkingarinnar eru í slíku uppnámi þessa dagana að þeir neita að halda áfram þingstörfum. Ástæðuna má rekja til umræðu um aflandsfélög og tengsl, jafnvel sáralítil tengsl, tiltekinna stjórnmálamanna við slík félög.

Eftir að sú umræða fór af stað kom fram að skrifstofa Samfylkingarinnar er í húsnæði í eigu Alþýðuhúss Reykjavíkur ehf., sem er að langstærstum hluta í eigu tveggja félaga, Fjalars og Fjölnis, sem eru skráð með erlendar kennitölur og heimili „í öðrum löndum“.

Þá hefur því verið haldið fram að þessi „önnur lönd“ séu svokölluð aflönd. Stjórnarmaður í Alþýðuhúsinu neitar þessu, en neitar jafnframt af einhverjum ástæðum að svara því hvaða félög Fjalar og Fjölnir eru og hvar þau eru skráð.

Þegar rætt er við formann flokksins segist hann ekkert vita og nú hefur flokkurinn svarað fyrirspurnum Morgunblaðsins á þann hátt að flokkurinn hafi engin tengsl við húseigandann og flokknum komi þetta því ekkert við.

Flokkurinn segist greiða markaðsleigu, sem er í besta falli hæpin fullyrðing þegar tölur eru skoðaðar, ekki síst þegar horft er til þess að Alþýðuhúsið styrkir flokkinn af myndarskap upp í leigukostnað.

Þessi ekki-svör eru með miklum ólíkindum í ljósi ákafa flokksins í aflandsmálum. Ekki er síður með ólíkindum að Ríkisútvarp Samfylkingarinnar, sem hefur lagt ofuráherslu á aflönd, skuli láta eins og það hafi ekki frétt af málinu.