Það kostar sitt að halda brúðkaupsveislu með öllu tilheyrandi.
Það kostar sitt að halda brúðkaupsveislu með öllu tilheyrandi. — Getty Images
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er víst kostnaðarsamt að ganga í það heilaga ef halda á flotta brúðkaupsveislu með öllu tilheyrandi. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun þar sem nokkur helstu atriði eru upptalin.

Það er víst kostnaðarsamt að ganga í það heilaga ef halda á flotta brúðkaupsveislu með öllu tilheyrandi. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun þar sem nokkur helstu atriði eru upptalin. Hafa skal í huga að hér er miðað við 100 manna brúðkaupsveislu þar sem öllu er tjaldað til. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Boðskort

Algengt verð fyrir 60 boðskort er í kringum 10.200 krónur það sem brúðhjónin velja ljósmynd og semja texta sjálf. Miðað við kort sem eru 10x20 cm og umslög fylgja með. Verðhugmynd frá Filmverk.

Giftingarhringar

Einfaldir giftingarhringar úr gulli kosta gjarnan í kringum 120.000 krónur settið. Verð miðað við vinsæla hringa hjá Jóni og Óskari.

Kirkja, prestur og tónlist

Að leigja kirkju og þjónustu kirkjuvarðar kostar í kringum 12.000 krónur. Prestur kostar svo oft á bilinu 10.000-20.000 krónur. Verð fyrir tónlistaratriði í athöfninni er afar breytilegt eftir því hvað brúðhjónin velja en organisti kostar gjarnan í kringum 25.000 krónur.

Salur, veitingar og vín

Ef miðað er við að veislan yrði haldin í Gyllta Salnum á Hótel Borg má gera ráð fyrir að heildarpakkinn myndi kosta 1,2 milljónir fyrir 100 manna veislu. Inni í því verði er þriggja rétta máltíð og vín, þjónusta, dúkar, kerti, uppsetning og þrif. Reiknað er með tveimur og hálfu glasi af víni á mann og miðað við að 80 manns séu að drekka áfengi.

Plötusnúður

Reynslumikill DJ sem heldur uppi stuðinu í veislunni kostar á bilinu 80.000-120.000 krónur. Verðdæmi af www.komduiparty.is.

Fatnaður

Brúðarkjóll kostar gjarnan í kringum 130.000 krónur. Og að leigja smóking með öllu tilheyrandi á brúðgumann kostar á bilinu 14.900-18.900 krónur. Verðdæmi frá Brúðarkjólaleigu Katrínar.

Nærföt

Brúðarnærfatasett kostar allt frá 15.000 krónum upp í 30.000 krónur, verðhugmynd frá Lífstykkjabúðinni.

Hár

Brúðargreiðsla kostar á bilinu 12.800 til 14.100 á hárgreiðslustofunni Kúltura í Glæsibæ.

Brúðarvöndur

Kosta gjarnan á bilinu 12.000-18.000 krónur, verðdæmi frá Garðheimum.

Förðun

Brúðarförðun kostar 9.000 krónur hjá MAC í Kringlunni og Smáralind en innifalið í verðinu eru vörur að eigin vali að andvirði upphæðarinnar.

Ljósmyndari

Brúðkaupsmyndataka þar sem athöfnin er líka mynduð kostar oft í kringum 140.000 krónur. Inni í því verði eru útprentuð eintök. Verðdæmi frá ljósmyndara sem sérhæfir sig í brúðkaupsmyndatökum.

Samtals heildarkostnaður

2,4 milljónir.