Diana Ross og Arne Næss á brúðkaupsdaginn.
Diana Ross og Arne Næss á brúðkaupsdaginn. — AFP
Söngkonan Diana Ross gekk að eiga norska milljarðamæringinn Arne Næss árið 1986. Eins og við var að búast var brúðkaupsveislan hin glæsilegasta. Athöfnin var haldin í aldagamalli kirkju í Sviss og um 240 gestir voru viðstaddir.
Söngkonan Diana Ross gekk að eiga norska milljarðamæringinn Arne Næss árið 1986. Eins og við var að búast var brúðkaupsveislan hin glæsilegasta. Athöfnin var haldin í aldagamalli kirkju í Sviss og um 240 gestir voru viðstaddir. Ross klæddist glæsilegum satínkjól og var með hvítt blúnduslör á höfðinu. Tónlistarmaðurinn Stevie Wonder hélt svo uppi stuðinu í veislunni og söng meðal annars lagið I Just Called to Say I Love You . Fregnir herma að dagurinn hafi kostað í kringum 124 milljónir króna. Seinna eignuðust þau Ross og Næss tvo syni. Árið 2000 skildu þau en Ross talar enn um Næss, sem lést árið 2004, sem ástina í lífi sínu.