[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Næstverðmætasti gripurinn á uppboðinu er íslensk þýðing á norskum lögum, verðmetin á 295 þúsund krónur. Hún var prentuð í Hrappsey af Guðmundi Ólafssyni árið 1779.

Næstverðmætasti gripurinn á uppboðinu er íslensk þýðing á norskum lögum, verðmetin á 295 þúsund krónur. Hún var prentuð í Hrappsey af Guðmundi Ólafssyni árið 1779. Unnur Stefánsdóttir (1912-2004) sem var einn fremsti bókbandsmeistari landsins batt verkið inn í svokallað alskinn og skreytti það ríkulega.

Ljóðaunnendur ættu að finna eitthvað fyrir sinn snúð en ljóðabókin Hagalagðar eftir Júlíönu Jónsdóttur frá 1912 er föl fyrir 85 þúsund kr. Ljóðabókin Ragnarökkur eftir Benedikt Gröndal árituð af honum sjálfum er einnig á uppboðslistanum.