— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir við Arnarnesveg, sem liggur á milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, eru komnar vel á veg en næsti áfangi verður boðinn út í maí.
Framkvæmdir við Arnarnesveg, sem liggur á milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, eru komnar vel á veg en næsti áfangi verður boðinn út í maí. Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir að umferðarþungi á Fífuhvammsvegi verði töluvert minni eftir að nýr vegur kemur til sögunnar. Um 18 þúsund bílar fara nú um veginn á sólarhring en það muni fara niður í tæpa 15 þúsund á sólarhring.