Hraðbanki Nú er ætlast til að þú afgreiðir þig sjálfur í bankanum.
Hraðbanki Nú er ætlast til að þú afgreiðir þig sjálfur í bankanum.
Hafa menn gert sér grein fyrir hvernig fyrirtæki hafa velt þjónustu, sem til skamms tíma þótti sjálfsögð, yfir á „fólkið í landinu“, sem svo er kallað? Byrjum á versluninni. Þú kemur í kjörbúðina og tekur þér kerru eða körfu.

Hafa menn gert sér grein fyrir hvernig fyrirtæki hafa velt þjónustu, sem til skamms tíma þótti sjálfsögð, yfir á „fólkið í landinu“, sem svo er kallað? Byrjum á versluninni. Þú kemur í kjörbúðina og tekur þér kerru eða körfu. Þú leitar uppi allar þær vörur sem þig vanhagar um. Þú bíður við kassann eftir að röðin komi að þér, setur allar þínar vörur á bandið og og treður þeim svo í poka þegar þú hefur borgað.

Næst eru það bankarnir. Þar ertu ekki lengur eins velkominn og áður, þegar brosmildar gjaldkerjur tóku þér fagnandi, eins og þú værir eitthvað. Nú er ætlast til að þú afgreiðir þig helst sjálfur, í heimabanka, heima, eða þá í bankanum sjálfum. Einu sinni trúði maður því að bankarnir vildu laða að sér viðskiptavini.

Síðasta afturförin í þjónustu hér á landi varðar póstinn og lendir harkalegast á landsbyggðinni. Nú er búið að skerða póstþjónustu um helming í sveitum. Þá erum við komin aftur fyrir daga Sumarliða Pósts. Því hefðu fáir trúað.

Sunnlendingur.