Gyða Agnarsdóttir, Valgerður Ósk Daníelsdóttir og Sólrún Edda Pétursdóttir starfa á snyrtistofunni Deluxe í Glæsibæ.
Gyða Agnarsdóttir, Valgerður Ósk Daníelsdóttir og Sólrún Edda Pétursdóttir starfa á snyrtistofunni Deluxe í Glæsibæ. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er að mörgu að huga þegar kemur að útlitinu á brúðkaupsdaginn og margar konur leyfa sér að fara í allsherjar snyrtingu fyrir stóra daginn að sögn þeirra Gyðu Agnarsdóttur og Sólrúnar Pétursdóttur, eigenda Deleuxe...

Það er að mörgu að huga þegar kemur að útlitinu á brúðkaupsdaginn og margar konur leyfa sér að fara í allsherjar snyrtingu fyrir stóra daginn að sögn þeirra Gyðu Agnarsdóttur og Sólrúnar Pétursdóttur , eigenda Deleuxe snyrti- og dekurstofu. Allt þarf að smella, ekki bara hárið og kjóllinn heldur öll heildin og þá er gott að undirbúa sig vel dagana fyrir. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Konur fara gjarnan í litun og plokkun, brúnkusprey, augnháralengingu, neglur eða handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vax. Svo er allt andlitsdekur sem frískar upp á húðina vinsælt, og jafnvel húðhreinsun ef þörf er á,“ segja þær Gyða og Sólrún. „Á sjálfan brúðkaupsdaginn þá koma þær svo í förðun.“ Þær segja svona dekur þó ekki bara vera fyrir verðandi brúðir. „Það er alltaf að færast í aukana að karlmenn komi og vilji láta gera sig fína. Þeir fara þá helst í andlitsdekur, handsnyrtingu og fótsnyrtingu.“

Að sögn Gyðu og Sólrúnar er best að undirbúa tíma sinn vel dagana fyrir brúðkaupsdaginn. Þær mæla til dæmis með að koma í litun og plokkun um fimm dögum áður en stóri dagurinn rennur upp. „Þannig er liturinn og húðin búin að jafna sig. Það er líka tilvalið að taka andlitsdekur og fótsnyrtingu fimm dögum áður“

Húðin þarf tíma til að jafna sig

Þær konur sem vilja fara í húðhreinsun fyrir brúðkaupsdaginn ættu að koma um viku fyrir brúðkaup. „Það tekur húðina nokkra daga að jafna sig. Einnig er gott að fara í vax um viku fyrir stóra daginn. En fyrir þær sem aldrei hafa farið í vax áður þá mæli ég að þær séu búnar að prófa vax áður með lengri fyrirvara þannig að þetta sé ekki alveg í fyrsta sinn.“

„Neglur eða handsnyrtingu og augnháralengingu mælum við með að gera sirka þremur dögum fyrir brúðkaupsdaginn. Og brúnkusprey viljum við helst gera deginum áður, það þarf bara að passa að nota ekki of dökkan lit því það kemur alls ekki vel út á myndum,“ útskýra Þær Gyða og Sólrún. Þær minna verðandi brúðir á að boðið er upp á brúðarpakka á Deluxe í Glæsibæ. „Þeir pakkar hafa verið mjög vinsælir hjá okkur en við höfum einnig sett saman pakka eftir þörfum hvers og eins.“