Tónlistarkonur Guðný Guðmundsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir.
Tónlistarkonur Guðný Guðmundsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir.
Í dag og á sunnudaginn býður Borgarbókasafnið í Gerðubergi upp á klassíska tónlist í hádeginu. Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, flytja sónötu Mozarts og Rondo í útsetningu Kreislers annars vegar kl. 12.
Í dag og á sunnudaginn býður Borgarbókasafnið í Gerðubergi upp á klassíska tónlist í hádeginu. Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, flytja sónötu Mozarts og Rondo í útsetningu Kreislers annars vegar kl. 12.15 til 13 í dag og hins vegar klukkan 13.15 til 14 sunnudaginn 17. apríl. Sónöturnar heyrast ekki oft á tónleikum, en þessi hugljúfu verk hafa verið tónskáldum eins og Fritz Kreislers fyrirmynd gegnum tíðina. Um að gera að grípa tækifærið og njóta tónlistar í hádeginu. Ókeypis aðgangur.